GA og Norðlenska framlengja samstarfssamning

Goði, alltaf góður!
Goði, alltaf góður!

Norðlenska og Golfklúbbur Akureyrar skrifuðu undir tveggja ára áframhaldandi samstarfssamning síðastliðinn miðvikudag. 

Norðlenska hefur í gegnum árin verið gríðarlega mikilvægur samstarfsaðili fyrir Golfklúbb Akureyrar og erum við gríðarlega þakklát fyrir stuðninginn undanfarin ár sem og næstu árin.

Það voru Ingvar Gíslason markaðsstjóri Norðlenska og Heimir Örn framkvæmdarstjóri GA sem undirrituðu samninginn.