GA og Landsbankinn í áframhaldandi samstarfi

Á dögunum skrifuðu GA og Landsbankinn undir áframhaldandi samstarfssamning en Landsbankinn hefur verið einn af okkar bestu styrktaraðilum undanfarin ár og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. 

Þessi samstarfssamningur er liður í því góða starfi sem er í gangi hjá GA og vinnum við nú hörðum höndum að því að klára fleiri samninga áður en fer að vora. Það styttist í golfsumarið hjá okkur og er mikil tilhlökkun hjá starfsfólki GA fyrir komandi sumri. 

Við hjá GA þökkum Landsbankanum kærlega fyrir stuðninginn og hlökkum til áframhaldandi samstarfs með þeim á næstu árum.