GA og Íslandsbanki í áframhaldandi samstarfi

Jón Birgir og Steindór við undirskriftina í dag
Jón Birgir og Steindór við undirskriftina í dag

Golfklúbbur Akureyar og Íslandsbanki hafa skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning á milli aðila. Það voru þeir Steindór Kristinn framkvæmdarstjóri GA og Jón Birgir Guðmundsson útibússtjóri Íslandsbanka sem skrifuðu undir samninginn í hádeginu í dag.

Þessi samstarfssamningur er liður í því góða starfi sem er í gangi hjá GA. Íslandsbanki hefur stutt við starf GA undanfarin ár og erum við gríðarlega þakklát fyrir stuðninginn og hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Íslandsbanka. 

Íslandsbanki hefur stutt sérstaklega vel við barna- og unglingastarf Golfklúbbs Akureyrar undanfarin ár og erum við hjá GA glöð að áframhald verði á því.