GA og Greifinn áfram í samstarfi

Nú á dögunum skrifuðu GA og Greifinn undir áframhaldandi samstarfssamning. 

Greifinn hefur verið ötull styrktaraðili GA undanfarin ár og séð um verðlaun í Þriðjudagsmót GA og Greifans sem er haldið flesta þriðjudaga á Jaðri.

Við hjá GA erum gríðarlega ánægð með framlag Greifans til klúbbsins og þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn undanfarin ár.

Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs og um leið viljum við minna kylfinga okkar á að vera duglegir að taka þátt í Þriðjudagsmótunum í ár!