GA og Golfskálinn í samstarf í golfferð 2019

Við hjá GA erum gríðarlega ánægð með að Golfskálinn hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum okkar forkaupsrétt í frábæra golfferð með Golfskálanum um páskana 2019. Þessar ferðir í boði Golfskálans hafa verið gríðarlega vinsælar undanfarin ár, uppseld í fjölda ferða og eru þetta dagsetningar sem eru gríðarlega eftirsóttar. Við erum stolt af því að geta boðið GA félögum forkaupsrétt af þessari ferð og val um 9 nætur eða 12 nætur.

Hvetjum kylfinga til að nýta sér þetta og byrja golfsumarið 2019 með alvöru ferð til Alicante.