GA og Forever í áframhaldandi samstarfi

GA og Forever skrifuðu á dögunum undir áframhaldandi samstarfssamning sín á milli.

Undanfarin ár hafa GA og Forever átt í góðu samstarfi og hefur kvennamót Forever verið haldið undanfarin ár þar sem engu er til sparað í vinningum.

Við þökkum Forever fyrir samstarfið undanfarin ár og hlökkum til áframhaldandi samstarfs með þeim. 

Fyrir þá sem vilja kynna sér vörur Forever bendum við á heimasíðu þeirra: http://www.forever.is/