GA og Fasteignasala Akureyrar í áframhaldandi samstarfi

Nú á dögunum undirrituðu Steindór Kristinn Ragnarsson framkvæmdarstjóri GA og Arnar Guðmundsson hjá FastAK undir áframhaldandi samstarfssamning á milli GA og Fasteignasölu Akureyrar. Er þetta einn liður að því að gera starfið hjá GA eins gott og hægt er.

Við höfum undanfarin ár átt í góðu samstarfi við Fasteignasölu Akureyrar  og þökkum þeim fyrir þann stuðning sem þeir hafa sýnt okkur.

Það eru fjölmörg fyrirtæki sem standa þétt við bakið á okkur hjá GA og þökkum við þeim fyrir stuðninginn.

Fasteignasala Akureyrar verður með opið golfmót fyrstu helgina í júlí og hvetjum við kylfinga til að taka þátt í því skemmtilega móti.