GA og Dominos skrifa undir áframhaldandi samning

Nú á dögunum skrifuðu GA og Dominos undir áframhaldandi samstarfssamning. Samningurinn er til tveggja ára og erum við hjá GA gríðarlega ánægð með samninginn.

Dominos hefur lengi verið styrktaraðili hjá GA og stutt sérstaklega við barna- og unglingastarfið okkar en rjúkandi heitar Dominos pizzur eru í boði í lok hvers Golfskóla hjá GA og verður þannig áfram.

Nú bætist það við að GA félögum býðst 30% afsláttur af öllum sóttum pizzum á matseðli þegar pantað er á netinu eða með appi. Kóðinn virkar ekki með öðrum tilboðum og er lágmarkspöntun 1.000kr. Kóðinn er GA30. 

Við hjá GA viljum þakka Dominos kærlega fyrir stuðninginn og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs.

Þá viljum við hvetja GA félaga til að versla við þau fyrirtæki sem styðja við starfið hjá okkur því þannig styrkjum við GA.