GA og Ásprent endurnýja samstarfssamning

Nú á dögunum var undirritaður áframhaldandi samstarfssamningur milli GA og Ásprents.

Ásprent hefur í gegnum árin verið öflugur samstarfsaðili golfklúbbsins og á því verður engin breyting þar sem skrifað var undir nýjan tveggja ára samning.

Þökkum við Ásprent kærlega fyrir veittan stuðning og hlökkum til áframhaldandi samstarfs!