GA merkt föt - mátunardagar

Þá höfum við fengið í hendurnar stórglæsileg GA merkt föt frá FootJoy og verðum við með opið fyrir mátanir í þessari og næstu viku. Einnig verðum við með opið 10-14 á laugardag og sunnudag svo að fólk geti mátað.

Hægt verður að koma og máta fötin og leggja inn pöntun frá 8-16 virka daga og 10-14 um helgina. Þeir sem ekki komast á þessum tíma geta haft samband við skrifstofa@gagolf.is ef áhugi er fyrir því að fá að máta og við reynum að finna útúr því. 

Með því að panta fötin á þessum mátunardögum fæst góður afsláttur af fötunum og mælum við því hiklaust með því að sem flestir nýti sér þetta.