GA merkt föt - hægt að máta í afgreiðslu GA

Þá höfum við fengið í hendurnar stórglæsileg GA merkt föt frá FootJoy og verðum við með opið fyrir mátanir í golfbúðinni hjá okkur út maí og þá munum við leggja inn pöntun.

Hægt verður að koma og máta fötin og leggja inn pöntun frá 8-20 virka daga og 8 til 18 um helgar. 

Með því að panta fötin á þessum mátunardögum fæst góður afsláttur af fötunum og mælum við því hiklaust með því að sem flestir nýti sér þetta.