GA með sveit í Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri

Dagana 14-16. júlí fer fram Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri en leikið er þrjá daga á þremur mismunandi völlum, Bakkakoti, Sveinkotsvelli og Mýrinni.

GA sendir sveit í þetta skemmtilega mót en fyrir okkar hönd keppa þeir Baldur Sam Harley, Hákon Bragi Heiðarsson, Axel James Wright og Arnar Freyr Viðarsson. Heiðar Davíð er þeim innan halds og trausts ásamt sterku föruneyti foreldra en mikil spenna var í strákunum að halda suður í mótið. 

Nánar má lesa um mótið hér.

Við sendum drengjunum að sjálfsögðu góða strauma í mótið og munum við fylgjast með gangi mála hér á heimasíðunni.

Frá vinstri: Baldur Sam, Hákon Bragi, Arnar Freyr og Axel James.