GA með glæsilegan árangur á Íslandsmóti eldri kylfinga

Björgvin flottur í Vestmannaeyjum
Björgvin flottur í Vestmannaeyjum

Íslandsmót eldri kylfinga fór fram í Vestmannaeyjum dagana 18.-20. júlí þar sem GA átti tvo glæsilega fulltrúa, þá Ólaf Gylfason og Björgvin Þorsteinsson. Lokahringurinn fór fram í gær í miklu blíðskaparveðri þar sem úrslit réðust í öllum flokkum og er vert að nefna að nágrannar okkar í Golfklúbbi Hamars á Dalvík hömpuðu tveimur Íslandsmeistaratitlum í flokkum 65+ karla og kvenna. 

Akureyringarnir stóðu sig einnig príðis vel en þeir Óli og Björgvin enduðu jafnir í áttunda sætinu og óskum við þeim innilega til hamingju með þann árangur. Óli var mjög stöðugur síðasta hringinn en hann fékk 3 fugla og 5 skolla og endaði á 72 höggum (+2). Björgvin átti glæsilegan lokahring þar sem hann lék á pari vallarins (70 högg), hann fékk fjóra fugla og fjóra skolla en það er greinilegt að okkar maður hefur verið í miklu stuði.

Við óskum Golfklúbbi Vestmannaeyja innilega til hamingju með frábært mót og sömuleiðis nýkríndum íslansmeisturum með sína titla!