GA kylfingar í Finnlandi

Andrea og Víðir urðu klúbbmeistarar GA árið 2016
Andrea og Víðir urðu klúbbmeistarar GA árið 2016

Í gær héldu þau Andrea, Eyþór og Víðir til Finnlands en um komandi helgi munu þau keppa á Opna finnska amature mótinu sem haldið er í Helsinki.

Um er að ræða firnasterkt og flott mót sem margir öflugir kylfingar víðs vegar úr heimi koma og taka þátt í. Við erum gríðarlega ánægð með metnað okkar kylfinga að fara á þetta mót og óskum þeim góðs gengis og munum fylgjast með framvindu mála um helgina.

Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með gangi mála á heimasíðu mótsins : https://www.erkko-trophy.com/