GA krakkar stóðu í ströngu á Reykjavík Junior Open

Auður og Birna fóru báðar á verðlaunapall
Auður og Birna fóru báðar á verðlaunapall

Um síðastliðna helgi fór fram Reykjavík Junior Open, mótið er nýtt af nálinni og var haldið á Grafarholtsvellinum. GA átti 10 þátttakendur og má segja að þeir hafi staðið sig með mikilli prýði.

Flokkunum var skipt þannig niður að 12 ára og yngri kepptu sín á milli, þá 13-16 ára og loks 17-21 ára. 

Í flokki stelpna 12 ára og yngri var GA með tvær stelpur, þær Auði Bergrúni og Birnu Rut. Þær stóðu sig heldur betur frábærlega og nældu sér í annað og þriðja sætið. Auður spilaði á 96 og 90 höggum sem nægði fyrir 2.sætinu og Birna spilaði á 95 og 98 höggum sem tryggði henni 3.sætið. 

Í flokki stelpna 13-16 ára keppti Kristín Lind og átti hún erfiðan fyrri hring sem hún spilaði á 118 höggum en hún minnti heldur betur á sig á seinni hringnum og spilaði hann á 104 höggum, frábær bæting hjá henni og skilaði það henni 13.sætinu. 

Í flokki 13-16 ára stráka kepptu þeir Mikael Máni, Skúli Gunnar, Óskar Páll, Veigar og Kristófer Máni. Mikael Máni spilaði best af drengjunum en hann var á 79&75 og endaði í 5.sæti, Skúli spilaði á 82&76 sem þýddi 11.sæti. Óskar Páll spilaði á 83&78 og varð í 13.sæti, Veigar á 80&88 í 19.sæti og Kristófer Máni á 136&109 í 40.sæti, flott bæting á milli daga hjá Kristófer. 

Í flokki 17-21 árs stúlkna voru þær Amanda og Andrea í 1.&2.sæti og var hart barist á seinni hringnum hjá þeim. Fór það svo að lokum að Amanda sigraði á 74&80 höggum en Andrea spilaði á 76&80 höggum, glæsilegt hjá þeim.

Loks í flokki pilta 17-21 árs var Lárus Ingi að keppa og spilaði hann á 70 höggum fyrri hringinn eða einu höggi undir pari sem þýddi að hann var á toppnum eftir fyrri keppnisdaginn. Seinni daginn spilaði hann á 76 höggum sem skilaði honum að lokum 3.sætinu í flokknum. 

Krakkarnir okkar stóðu sig með vel í þessu flotta móti sem GR hélt og er það ljóst að framtíðin er gríðarlega björt hjá GA.