GA Íslandsmeistari golfklúbba í 2. deild kvenna og karla!

Sveitir GA í karla- og kvennaflokki tryggðu sér sætan sigur um helgina í 2. deild á Íslandsmóti golfklúbba 2017.

Báðar sveitirnar leika því í 1. deild að ári.

Kvennasveitin spilaði í Grundarfirði og vann alla sína fimm leiki  með glæsibrag, 3-0

Karlasveitin spilaði í Borgarnesi og vann fjóra leiki og gerði eitt jafntefli.

Kvennasveit GA

Kvennasveit GA 2017: frá vinstri - Stefanía Elsa Jónsdóttir, Andrea Ýr Ásmundsdóttir, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, Ólavía Klara Einarsdóttir og Marianna Ulriksen.

Karlasveit GA

Karlasveit GA 2017: frá vinstri - Gunnar Aðalgeir Arason, Stefán Einar Sigmundsson, Tumi Hrafn Kúld, Víðir Steinar Tómasson, Sturla Höskuldsson, Kristján Benedikt Sveinsson, Eyþór Hrafnar Ketilsson og Lárus Ingi Antonsson.

Glæsilegt hjá okkar fólki og óskum við þeim innilega til hamingju með flottan árangur sem og GA félögum öllum!

Næstu helgi leika svo unglinga- og öldungasveitir GA á Íslandsmóti golfklúbba 2017 - Áfram GA!