GA handklæði til sölu

Þessi stórglæsilegu GA handklæði eru nú komin í sölu hjá okkur. Allur ágóðinn rennur til styrktar barna- og unglingastarfsemi GA og fer í ferðasjóð krakkanna sem ferðast um land allt að keppa fyrir hönd GA í sumar. 

Handklæðið er á 4.000 krónur og er hægt að koma í Golfhöllina og skoða handklæðið ef vilji er fyrir. Greitt er fyrir handklæðið í Golfhöllinni og er þá nafn viðkomadi skráð fyrir pöntun. Handklæðin eru síðan afhent seinna þegar pöntunarfrestur er liðinn en það verður um miðjan febrúar. 

Hvetjum GA félaga til að eignast þetta flotta handklæði og um leið styrkja flott barna- og unglingastarf GA.