GA golfferð apríl 2018

Sæl veriði, Golklúbbur Akureyrar í samvinnu við ferðaskrifstofu Akureyrar og Ívari Hauksyni hjá Mar Menor golf Resort munu bjóða upp á glæsilega golfferð 14.-21.apríl 2018. Það verður pláss fyrir 90 eldhressa kyflinga og það verður flogið beint frá Akureyri með Wow Air. Þetta eru 7 dagar í golfi og vellirnir eru svo sannarlega stórglæsilegir.

Golfkennarar GA ætla með 20 manna hóp á sama stað þannig að þetta verða í heildina 110 kylfingar frá GA.

Hér getið séð allt um þetta svæði: http://www.marmenorresort.com/index2_1600.html

Ferðin mun fara í sölu mjög fljótlega hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar.

Verð og ítalegri upplýsingar verða að öllum líkindum klárt á mánudag eða þriðjudag.

Kv starfsfólk GA