GA fjárfestir í nýjum Trackman

Nú er það orðið ljóst að við ætlum að kaupa nýjan Trackman og er nú þegar búið að panta hann.  Það verður því tveir fullkomnir golfhermir í boði fyrir GA félaga innan skamms, auk þess sem meiri tími opnast fyrir golfkennslu í hermunum.

Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir frábærar móttökur, þessi söfnun tókst virkilega vel hjá okkur og fjölmargir sem taka þátt í þessu með okkur.

Við ætlum að láta þetta einstaka tilboð gilda til og með 20. janúar, þannig að ef það eru einhverjir ennþá að velta þessu fyrir sér þá er um að gera að drífa sig af stað og ganga frá kaupum á þessu kortum :)