GA ferð til Islantilla í maí 2017

Ágætu GA félagar.

Líkt og undanfarin ár þá ætlum við að skella okkur í golfferð næsta vor.

Við ætlum að fara til Islantilla í 10 daga ferð í BEINU flugi frá Akureyri með VITA ferðum.  Flogið er með Icelandair og ætlum við okkur að fara með 180 kylfinga af Norðurlandi í skemmtilega golfferð til Spánar :)

Allar upplýsingar um ferðina má nálgast með því að smella hér

Við viljum því hvetja ykkur til að skrá ykkur á póstlistann hjá VITA og þannig fáið þið tækifæri á því að bóka ykkur í ferðina áður en hún fer í almenna sölu.