GA félögum gefst kostur á að spila golfvöllinn á Dalvík gjaldfrjálst til og með 31.ágúst

Frábær viðbót við félagsaðild GA í ágúst!

GA félagar geta spilað Arnarholtsvöll á Dalvík gjaldfrítt út ágúst, frá og með morgundeginum 8.ágúst. 

Við hvetjum GA félaga okkar að nýta sér þetta en mótahald einkennir ágústmánuð hér á Jaðarsvelli og því getur verið sniðugt að kíkja á nágranna okkar á Dalvík og spila stórskemmtilegan Arnarholtsvöll.

Gildir þetta fyrir meðlimi GA frá 8.8.2025 til og með 31.8.2025

Skráning á rástíma á Dalvík er á golfbox.