GA fær styrk úr Samherjasjóðnum

Golfklúbbur Akureyrar fékk í gær styrk úr Samherjasjóðnum sem ætlaður er í barna og unglingastarf klúbbsins.

Samherji hefur undanfarin ár veitt veglega styrki til samfélagsins hér á Eyjafjarðarsvæðinu.  GA fékk virkilega höfðinglegan styrk að þessu sinni líkt og undanfarin ár.  Það er alveg ljóst að styrkur sem þessi mun nýtast GA til þess að halda áfram að byggja upp það öfluga og góða barna og unglingastarf sem hér fer fram.

Færum við Samherja okkur bestu þakkir fyrir þessa styrkveitingu.