GA fær styrk frá Norðurorku

Norðurorka hefur undanfarin ár veitt styrki til ýmissa samfélagsverkefna á sínu svæði.

Nú í dag stóð Norðurorka fyrir veglegri athöfn þar sem veittir voru rúmlega 40 styrkir til ýmissa málefna og fengum við hjá Golfklúbbi Akureyrar veglegan styrk til áframhaldandi uppbyggingar á okkar flotta og öfluga barna og unglingastarfi.

Er styrkur sem þessi okkur virkilega mikilvægur og færum við Norðurorku bestu þakkir fyrir. Það er ómetanlegt fyrir okkur sem íþróttafélag að hafa jafn öflugt og flott fyrirtæki sem Norðurorka er hér á svæðinu og hefur fyrirtækið stutt dyggilega við bakið á GA undanfarin ár.

Einnig óskum við öðrum styrkþegum innilega til hamingju.