GA fær styrk frá Menntamálaráðuneytinu vegna uppbyggingar á landsmótsstöðum

Við fengum þær gleðifréttir núna rétt fyrir helgi að umsókn okkar til menntamálaráðuneytisins um styrk vegna uppbyggingu landsmótsstaða hafi verið samþykkt og fær GA 4 milljónir í styrk sem varið verður til uppbyggingar á Jaðri.

Fyrsta verk verður að taka kjallarann okkar í gegn og mun hann gjörbreytast eins og sjá má með því að smella hér. Þetta er frumteikning og gæti breyst örlítið.  Það er  Gísli Kristjánsson arkitekt og GA félaga sem hannar breytingarnar.  Eins og sjá má þá mun kylfingum verða boðið upp á glæsilega aðstöðu í kjallaranum.  Þar verður frábær búningsaðstaða sem og salernisaðstaða og verður það mikill munur frá því sem fyrir er.

Hafist var handa í morgun við niðurrif og verður gaman að sjá breytinguna sem verður á kjallaranum!

Einnig er áætlað að laga þakkantinn á klúbbhúsinu sem og að setja klósett út á völl.

Nánari fréttir um það síðar :)