GA eignast Unglingalandsmótsmeistara

Kristján Benedikt sigraði á 2 höggum yfir pari.

Um verslunarmannahelgina fór fram á Egilsstöðum Unglingalandsmót UMFÍ. Ein af greinum mótsins var golf og tóku þrír keppendur frá GA þátt, þeir Aðalsteinn Leifsson, Fannar Már Jóhannsson og Kristján Benedikt Sveinsson, allir í flokki 11 - 13 ára. Aðalsteinn spilaði á 92 höggum og lenti á 8. sæti, Fannar var á 88 höggum og varð í 5. sæti og Kristján Benedikt vann mótið á 2 höggum yfir pari eða á 72 höggum, en 21 keppandi var skráður í flokk 11 - 13 ára.