GA deildin - riðlar og leikjafyrirkomulag

Hér kemur skipulagið í GA deildinni sumarið 2019. Lesist vel af þeim sem eru skráðir:

HÉR má sjá riðlaskiptinguna og viðmiðunardagsetningar. 

Fyrirliðar liðana heyrast sín á milli með rástíma, við minnum á að allar viðureignir í leiknum eiga að fara fram sama dag.

Mótið má spilast hraðar en viðmiðunardagsetningar segja til um, umferðirnar verða hins vegar að vera búnar fyrir þær dagsetningar. 

Fyrirliðar ákveða lið sitt áður en umferð hefst og skrifar á blað sem afhendist síðan áður en fyrsti leikur hefst, fyrirliðar skipta á blöðum. 

Úrslit umferðanna skal senda á umsjónarmenn deildarinnar viva@internet.is og á skrifstofa@gagolf.is 

Útprentað blað með upplýsingum með deildinni verður hengt upp í afgreiðsluna á Jaðri á næstu dögum.

Barna- og unglinganefnd GA vill þakka kærlega fyrir aðsóknina sem var í mótið en hún fór fram úr þeirra björtustu vonum og er nefndin afar þakklát fyrir það.