GA deildin fer af stað í sumar

Í sumar mun GA hleypa af stokkunum nýrri mótaröð fyrir félagsmenn sína. Um er að ræða nýbreytni hjá GA og mun barna/unglinganefnd Golfklúbbsins sjá um utanumhald þessarar mótaraðar sem og fá allan ágóðann óskertan til síns.

Það verða glæsileg verðlaun í boði fyrir 3 efstu sveitirnar.

Um er að ræða keppni þar sem 4-6 félagsmenn GA taka sig saman og mynda keppnissveit. Keppt er að svipaðri fyrirmynd og Sveitakeppni GSÍ þar sem leikin er holukeppni.
Öfugt við Sveitakeppni GSÍ er hinsvegar leikið með forgjöf í GA Deildinni og því geta allir félagsmenn tekið þátt.
Hæst er veitt 24 fyrir karla og 28 fyrir konur. 

Pláss verður fyrir 8-10 lið.  leikið verður í tveimur 4-5 liða riðlum þar sem allir leika við alla. 4 leikmenn leika í hverri umferð. Alls eru leiknir 3 leikir í hverri umferð - einn fjórmenningur og tveir tvímenningur.
Þegar leik er lokið í riðlakeppninni skulu efstu 2 liðin í hvorum riðli leika undanúrslitaleiki í kross en liðin í 3. til 5. spila um sæti 5 – 10 sætið. Mótið endar svo á úrslitaleikjum um 1. og 3. sæti. Hvert lið spilar því að lágmarki 4 viðureignir

Nauðsynlegt er að hvert lið skipi fyrirliða sem sér um öll samskipti fyrir hönd liðsins við umsjónarmenn GA deildarinnar.

Hægt er að skrá lið til keppni með því að senda póst á skrifstofa@gagolf.is eða hringja í umsjónarmenn deildarinnar Viðar Valdimarsson 696-5725 og eða Anton Inga Þorsteinsson 698-3260.

Í póstinum skal koma fram nöfn allra 4-6 liðsmanna ásamt kennitölum, forgjöf allra, liðsnafn og hver er fyrirliði og símanúmerið hans. Vakin er athygli á því að ekki er hægt að skipta út nöfnum eftir að keppni hefst.

Mótsgjald er 20.000 kr á hvert lið.

Leikfyrirkomulag keppninnar má sjá hér

Fastar leikvikur verða og verður byrjað í byrjun júní - auglýstir spiltímar koma í byrjun næstu viku.