GA Deildin 2020 - skráning í gangi

Nú er GA deildin 2020 loksins að hefjast. Við hvetjum sem flesta til að safna í lið sem fyrst og skrá sig. Skráningarfrestur er til kl. 23:59 Sunnudaginn 5.júlí og fyrsta umferð hefst stuttu eftir það. Allir að taka þátt í þessu geggjaða móti en frekari upplýsingar má sjá hér að neðan:

Liðakeppni GA

Leikfyrirkomulagið er eftirfarandi:

Lágmarks fjöldi leikmanna í liði eru fjórir en hámarks fjöldi er átta. Í deildinni er leikin holukeppni í svipaðri fyrirmynd og Sveitakeppni GSÍ.

Öfugt við Sveitakeppni GSÍ er hinsvegar leikið með forgjöf í liðakeppni GA. Hámarksleikforgjöf er 24 fyrir karla og 28 fyrir konur.

Hámarks fjöldi liða í mótið eru 16. Fjórir liðsmenn keppa í hverri umferð (tveir til fjórir eru því hvíldir).

Verð fyrir hvert lið í Liðakeppnina er 20.000kr.

 

Þáttökugjaldið greiðist um leið og liðið er skráð til leiks, taka þarf fram nafn liðsins og senda kvittun á mótsstjóra. Reikningsnúmerið er

0162-05-200004 kt.580169-7169

Skráning í mótið fer fram á netfang jonheidar@gagolf.is eða skrifstofa@gagolf.is.

Skráningarfrestur er til kl. 23:59 Sunnudaginn 5.júlí – skila þarf inn nöfnum fullskipaðs liðs í skráningunni auk staðfestingar á greiðslu.

Það sem þarf að koma fram í póstinum er:

Nafn liðs

Leikmenn (Fullt nafn + aðildarnúmer, lágmark 4 aðilar hámark 8) Nafn, netfang og símanúmer liðsstjóra

 

Mótsstjóri keppninnar er Anton Ingi sími.6983260 og Lárus Ingi sími.6959017

 

Leikreglur

Liðakeppni GA 2020 – Leikreglur

1.gr

EKki er leyfilegt að skipta út liðsmönnum þegar keppni er hafin nema ef liðsmaður slasast eða veikist það alvarlega að hann fellur frá keppni.

  2.gr

Lið verða dregin saman í riðla og síðar spiluð úrslitakeppni.  Fjöldi riðla fer eftir fjölda liða sem skrá sig til leiks (hámark 16 lið). 

3.gr

Leikfyrirkomulag:  er hér

https://www.gagolf.is/static/files/ga-sumardeildin.pdf

4.gr

Búið er að setja tímamörk á hvenær hver umferð á að klárast. Allar viðureignir leiks verða að vera leiknar samdægurs. Ekki er heimilt að slíta í sundur leiki. Hafið samband við  mótsstjóra ef eitthvað er

óljóst: toni1@internet.is sími 698-3260.

5.gr.

Í hverju liði skal vera að lágmarki 4 leikmenn og að hámarki 8.