Fyrsti hluti árgjalds kominn í heimbanka

Kæru GA félagar,

Þá hafa verið stofnaðar fyrstu kröfur fyrir árgjöldum 2026 í heimabanka ykkar. Líkt og áður er árgjaldinu skipt niður í þrjár kröfur með eindaga 31.jan , 15.feb og 15.mars. Kröfurnar bera engan kostnað séu þær greiddar eftir eindaga. 

Langar okkur því að hvetja ykkur félagar góðir að ganga frá ykkar árgjaldi um leið og kostur er. Þeir sem ekki hafa greitt gjaldið eða samið um greiðslur fyrir 1. apríl verða teknir út af félagaskrá. 

Athugið að hægt verður að ganga frá árgjald á Abler frá og með 2. janúar 2026 og eru þeir kylfingar beðnir um að hafa samband við Jón Heiðar á jonheidar@gagolf.is ef það eru einhver vandamál með það. Hægt verður að skipta árgjaldinu upp í fleiri hluta í gegnum Abler eða allt í 10 skipti sé það gert fyrir lok janúar.