Fyrsta Þriðjudagsmótið

Á morgun fer í gang Þriðjudagsmótaröð GA en eins og félagsmönnum er kunnugt er þetta mótaröð sem haldin verður flestalla þriðjudaga í sumar. Fyrirkomulagið er punktakeppni með forgjöf en einnig eru veitt verðlaun fyrir besta skor án forgjafar í öllum flokkum. Mótsgjaldið eru litlar kr.1000.- 

Skráning er hafin á golf.is eða á skrifstofu GA í síma 462-2974