Fyrsta stigamót GSÍ á mótaröð þeirra bestu

Allar myndir eru fengnar á www.gsimyndir.net
Allar myndir eru fengnar á www.gsimyndir.net

Á fyrsta stigamóti ársins var GA var með 9 keppendur á mótaröð þeirra bestu.  Keppt var á Akranesi og er völlurinn hjá þeim í ótrúlega góðu ástandi og hvetjum við félaga GA til þess að koma þar við í sumar og taka hring.

Keppendur GA voru: Andrea Ýr Ásmundsdóttir. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir. Eyþór Hrafnar Ketilsson. Sturla Höskuldsson. Örvar Samúelsson. Víðir Steinar Tómasson. Mikael Máni Sigurðsson. Lárus Ingi Antonsson og Óskar Páll Valsson var svo okkar yngsti keppandi en hann verður 16 ára á þessu ári.  Óskar Páll og Mikael Máni voru að keppa í sínu fyrsta stigamóti í fullorðinsflokki. Heiðar Davíð var svo leikmönnum innan handar ef þeim vantaði aðstoð á æfingasvæðinu.

Mótið var 54 holur með niðurskurði eftir fyrstu tvo hringina. 70% keppenda komust áfram til þess að leika þriðja hringinn.  Óskar og Mikael voru báðir röngu megin við niðurskurðarlínuna og léku því ekki lokahringinn á sunnudeginum en þetta fer í reynslubankann hjá þeim fyrir næstu mót.

Á fyrsta keppnisdegi var mjög gott veður frameftir deginum en svo fór aðeins að hvessa þegar konurnar áttu eftir seinni 9 holurnar.

Á öðrum keppnisdegi var svolítill vindur mestallan daginn.

Á lokadeginum var rigning, kuldi og rok á keppendum mest alllan tímann...ekki ákjósanlegar aðstæður til keppni.

Lokastaða okkar keppenda sem náðu niðurskurði var eftirfarandi:

Karlaflokkur

Í 14-16.sæti var Lárus Ingi Antonsson. 71-71-81 eða +7 samtals.

Í 17.sæti var Örvar Samúelsson. 74-74-76 eða +8 samtals.

Í 22.sæti var Eyþór Hrafnar Ketilsson. 74-76-77 eða +11 samtals.

Í 54.sæti var Víðir Steinar Tómasson. 76-78-86 eða +24 samtals.

Í 62 sæti var Sturla Höskuldsson. 76-83-86 eða +29 samtals.

Kvennaflokkur

Í 8-9.sæti var Andrea Ýr Ásmundsdóttir. 73-81-79 eða +17 samtals.

Í 14-15.sæti var Stefanía Kristín Valgeirsdóttir. 77-86-88 eða +35 samtals.

 

Liðakeppni klúbba:

Í karlaflokki var GA í fjórða sæti. En röðin var eftirfarandi: GR, GK, GKG, GA, GM, GS.

Í kvennaflokki var GA einnig í fjórða sæti. En röðin þar var eftirfarandi: GR, GK, GKG, GA, GM.