Fyrsta kvennakvöld sumarsins í gærkvöldi.

Konurnar fengu frábært veður
Konurnar fengu frábært veður

Í gær fór fram fyrsta kvennakvöld sumarsins, en þá taka vanar GA konur nýliða með sér að spila.

Ótrúlega margir hafa gengið í klúbbinn í sumar og þess vegna mikill uppgangur í nýliðaspili. 50 konur mættu í gærkvöldi og spiluðu sem er ótrúlega mikið. Meiri hlutinn af konunum voru óvanar og vonumst við til þess að fleiri vanar konur sjái sér fært að mæta næst sem verður miðvikudaginn 27. júní.

Fyrirkomulagið í gær var Greensome en þá spila tveir saman, slá báðir af teig, velja betra upphafshöggið og slá til skiptis eftir það.