Fyrsta golfmóti vetrarins í hermunum lokið

Þá er fyrsta móti vetrarins í golfhermunum lokið en leikið var í Trackman forritinu af Shelter Harbor vellinum. 

Ágætis þátttaka var í mótið og endaði það þannig að efstu þrjú sætin skipuðu:
1.sæti: Sigþór Haraldsson 56 högg m/fgj
2.sæti: Finnur Helgason 57 högg m/fgj
3.sæti: Helgi Gunnlaugsson 60 högg m/fgj

Þessir þrír kylfingar geta nálgast verðlaun sín á skrifstofuna í Golfhöllinni.

Við þökkum þeim sem tóku þátt fyrir og munum við auglýsa næsta mót í dag eða á morgun og hvetjum GA félaga til að taka þátt.