Fyrsta degi Íslandsmóts golfklúbba lokið

Nú hefur seinni umferð dagsins verið spiluð í Íslandsmóti golfklúbba. 
Eftir tap fyrr í dag ætluðu strákarnir sér góða hluti gegn sterkri sveit Keilismanna, sem reyndust þó of sterkir. Leiknum lauk með 4-1 sigri GK, en eina stig GA kom frá unga tvíeykinu Lárusi Inga og Óskari Páli. Þeir spiluðu vel saman í dag, voru ósigraðir, og unnu inn öll þau stig sem sveitin fékk í báðum leikjunum. 

 

GK 4 - 1 GA

Lárus Ingi & Óskar Páll sigra 3&2
Örvar og Mikael Máni tapa 5&4
Eyþór Hrafnar tapar 6&5
Víðir Steinar tapar 6&5
Ævarr Freyr tapar 4&2

 

Í fyrramálið spilar sveitin hreinan úrslitaleik gegn Suðurnesjunum, en sigurvegari einvígsins verður áfram í efstu deild á næsta ári.