Fyrsta degi í Akureyrarmótinu lokið

Eyþór leiðir í Meistaraflokki karla
Eyþór leiðir í Meistaraflokki karla

Akureyrarmótið hófst í gær með mikilli pomp og prakt og sáust flottir taktar hjá keppendum í öllum flokkum. Blíðan er komin aftur norður og stóð hún fyrir sínu, það var hægur vindur og nokkuð hlýtt allan daginn sem skemmdi ekki fyrir hjá kylfingum. Alls spiluðu tæplega 20 manns undir forgjöf sem frábær árangur og eru það þau Eyþór Hrafnar og Amanda Guðrún sem leiða meistaraflokkana. Eyþór spilaði glæsilegt golf og endaði á 70 höggum (einu undir pari) en það er ansi stutt í næsta mann því hann Tumi Kúld spilaði einungis einu höggi verr eða á 71 höggi. Amanda spilaði á 77 höggum (6 yfir pari) sem er flottur árangur en hún Stefanía Kristín fylgir henni fast á hæla og kom hún inn tveimur höggum verr á 79 höggum. 

Annar dagur er farinn af stað og hvetjum við alla kylfinga sem eru ekki að keppa til þess að koma uppeftir og fylgjast með okkar bestu kylfingum spila klassa golf!