Í gærmorgun kl.8:00 sló Guðrún Karítas Finnsdóttir fyrsta höggið á Akureyrarmótinu í golfi og hófst þar með áttugusta og áttunda Akureyrarmótið í golfi hjá Golfklúbbi Akureyrar.
Þrátt fyrir ágætis vind var erfitt að kvarta yfir veðrinu þar sem sólin skein allan daginn og vindurinn yljaði keppendum. Anton Ingi Þorsteinsson kom inn á besta skori gærdagsins eða einn undir pari en hann leiðir flokk 50 ára og eldri eftir fyrsta dag.
Tíu flokkar af fimmtán hófu leik í gær og verður skemmtilegt að fylgjast með framvindu mála í mótinu næstu daga. Staða efstu keppenda í öllum flokkum er eftirfarandi.
Meistaraflokkur karla
1. Valur Snær Guðmundsson par
2. Óskar Páll Valsson +3
3. Ingi Steinar Ellertsson +4
Meistaraflokkur kvenna
1. Lilja Maren Jónsdóttir +11
2. Kara Líf Antonsdóttir +15
3. Björk Hannesdóttir +20
1. flokkur karla
1. Richard Eiríkur Taehtinen +9
2. Jónatan Magnússon +10
3. Starkaður Sigurðarson +11
1. flokkur kvenna
1. Guðríður Sveinsdóttir +12
2. Ragnheiður Svava Björnsdóttir +13
3. Halla Berglind Arnarsdóttir +15
2. flokkur karla
1. Stefán Ólafur Jónsson +12
1. Arnar Oddsson +12
1. Óskar Jensson +12
2. flokkur kvenna
1. Guðrún Karítas Finnsdóttir +25
2. Birna Baldursdóttir +32
3. flokkur karla
1. Anton Benjamínsson +17
2. Ólafur Helgi Rögnvaldsson +19
3. Helgi Gunnlaugsson +20
Öldungar 50+ karlar
1. Anton Ingi Þorsteinsson -1
2. Jón Steindór Árnason +4
3. Ólafur Auðunn Gylfason +6
Öldungar 50+ konur
1. Guðrún Sigríður Steinsdóttir +7
2. Birgitta Guðjónsdóttir +18
3. Fanný Bjarnadóttir +20
Öldungar 70+ karlar
1. Birgir Ingvason +6
2. Heimir Jóhannsson +15
3. Benedikt Guðmundsson +21
Hlökkum til dagsins í dag en þá verða allir flokkarnir við keppni og hvetjum við að sjálfsögðu áhugasama til að koma upp á völl og fylgjast með fólkinu okkar.