Fyrsta degi Akureyrarmótsins lokið

Í gær fór fram fyrsti keppnisdagur á Akureyrarmótinu í golfi. Frábært veður var hér fyrir norðan, en hitastigið hefur farið vel yfir 20 gráðurnar á Jaðarsvelli. Blíðviðrið sást á skorinu hjá mörgum, en 25 kylfingar(22,5%) spiluðu yfir 36 punktum sem er glæsilegur árangur.

Það eru þau Lárus Ingi og Stefanía Kristín sem leiða meistaraflokkana í mótinu, en þau léku á 71 og 79 höggum. Það eru þó sterkir kylfingar rétt á eftir þeim báðum og nokkuð ljóst að mikil spenna verður í þessu 4 daga móti. 

Annar dagur mótsins er hafinn og má fylgjast með skori mótsins HÉR