Fyrsta dag Sveitakeppni Unglinga lokið

Unglingasveitir GA fóru vel af stað um helgina.
Unglingasveitir GA fóru vel af stað um helgina.

Sveitakeppni unglinga er í gangi fyrir sunnan þessa helgina þar sem keppt er í 18 ára og yngri flokk í Þorlákshöfn og 15 ára og yngri flokk í Grindavík. GA sendi 4 sveitir þetta árið þar sem ein sveit keppir í 18 ára og yngri pilta, tvær sveitir í 15 ára og yngri pilta og ein sveit í 15 ára og yngri stelpna. Mótið hófst á föstudeginum þar sem spilaður var höggleikur (4 leikmenn spila og 3 bestu skorin telja) og af honum leiðandi er liðunum raðað niður í riðla.

Í flokki 18 ára og yngri pilta  spilaði lið GA frábært golf en þeir voru á 220 höggum sem skilaði þeim sæti í A-riðli þar sem þeir munu keppa við sveitir GM og GK. Í flokki 15 ára og yngri pilta spilaði A-sveit GA á 237 höggum sem skilaði þeim sæti í B-riðli þar sem þeir munu leika við sveitir GR og GK, B-sveitin spilaði á 345 höggum sem skilaði þeim sæti í C-riðli þar sem þau munu leika við sveitir GG og B-sveit GK. Síðast en ekki síst var það 15 ára og yngri stelpnasveitin sem spilaði á 259 höggum sem skilaði þeim sæti í A-riðli og munu þær leika við sveitir GK, GR og GM.

Flott byrjun hjá unglingasveitunum okkar fyrir sunnan og nú er það bara að taka helgina með stæl.

Áfram GA!