Fullt í Arctic Open 2020

Þá er Arctic Open 2020 orðið fullt af þátttakendum og er því aðeins hægt að skrá sig á biðlista fyrir mótið en það er gert í síma 462-2974 eða á skrifstofa@gagolf.is

Mótið í ár verður hið glæsilegasta og eru 220 þátttakendur skráðir til leiks. Veðrið hefur leikið við okkur norðan heiða undanfarnar vikur sem gerir vellinum gott og erum við hjá GA gríðarlega spennt fyrir mótinu.

Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, mun vera veislustjóri og stýra laugardagskvöldinu af sinni alkunnu snilld og verður tónlistaratriði kvöldsins í höndunum á tríóinu Súlur sem hefur getið sér gott orð á tónlistarmarkaðnum á Akureyrir undanfarið. 

Jón Vídalín mun vera með veislumat frá Norðlenska á laugardagskvöldinu og smárétti á miðvikudagskvöldinu á opnunarhátíðinni. Það er alveg ljóst að það verður mikið stuð hér uppi á golfvelli næstu hegi!