Fullbókað á mótið í ár

Nú þegar er fullbókað á Arctic Open mótið í ár.  Á þriðja hundrað manns hafa óskað eftir þátttöku en aðeins er mögulegt að taka við 160 - 170 kylfingum.  Áhugi á mótinu hefur aukist ár frá ári og er ljóst að skoða þarf alvarlega nýja útfærslu á mótinu svo anna megi eftirspurn. Stærsti hluti þátttakenda á mótinu í ár kemur á vegum fyrirtækja sem bjóða starfsmönnum og viðskiptavinum sínum. Gert er ráð fyrir að erlendir þátttakendur verði um 30 talsins.