Frír prufutími fyrir alla GA félaga í Pro Tee golfherminum

Eins og vonandi flestir muna eftir þá fengu allir GA félagar 1 klst í ProTee golfherminum að gjöf frá klúbbnum með félagsskírteinunum sínum í vor.

Fjölmargir hafa nýtt sér þetta og er það okkar von að ennþá fleiri geri það og viljum við því nota tækifærið og minna ykkur á að þetta stendur til boða.

Ekki hika við að koma og prófa, hægt er að bóka sig í hermirinn hér á netinu.

Hlökkum til að sjá ykkur.