Frí TrackMan kennsla fyrir félagsmenn, þriðjudaginn 15. febrúar.

Á þriðjudaginn næsta, 15. febrúar, milli 13 og 14, ætlar Heiðar Davíð að vera í Golfhöllinni og fara yfir með félagsmönnum okkar hvernig TrackMan forritið virkar.

Farið verður yfir æfingasvæðið, uppsetningu á því að spila velli, trackman appið og hvernig maður býr sér til aðgang í TrackMan þar sem hægt er að fylgjast með allri tölfræði sinni. 

Hægt er að koma á þessum tíma og fá smá kennslu frá Heiðari og er tilvalið fyrir golfþyrsta kylfinga sem nýta sér hermana að líta við. Vel var mætt síðast þegar Heiðar var með TrackMan námskeið og hvetjum við sem flesta til að mæta og læra á forritið.