Evrópumót karla, kvenna, stúlkna og stráka byrjaði í dag 8. júlí og Ísland með lið í öllum fjórum mótunum!
Karlarnir spila í Írlandi, konurnar í Frakklandi, strákarnir í Ungverjalandi og stúlkurnar í Englandi.
Veigar spilaði gríðarlega vel fyrsta daginn, en hann spilaði á 67 höggum/ -5 undir pari. Völlurinn sem karlarnir spila er Par 72.
Ísland er í 2. sæti í liðakeppninni og með 3 kylfinga í efstu 11 sætunum í einstaklingskeppninni!
Andrea Ýr spilaði á 75 höggum/ +5 yfir pari. Völlurinn sem konurnar spila á er Par 70.
Bryndís Eva endaði daginn á 78 höggum/ +4 yfir pari. Völlurinn sem stúlkurnar spila er Par 74.
Hér er hægt að fylgjast með skori karla
Hér er hægt að fylgjast með skori kvenna
Hér er hægt að fylgjast með skori stúlkna
Við óskum þeim góðs gengis!