Fréttir frá kappleikjanefnd

Mótaskrá sumarsins.

Mótaskrá sumarsins er nú að verða tilbúin og er hún kominn inn á www.golf.is að mestu, vantar nokkur mót í september inn en þau eru að verða fullmótuð og verða sett inn núna á næstu dögum. Einnig munu kylfingar fá Mótaskránna senda í tölvupósti fljótlega.

Mótaskráin er með hefðbundnum hætti og öll stæðstu mótin á sínum stað, Arctic Open, Meistaramótið, Volare kvennamótið, Bautamótið, Mitzubishi Open, Hjóna- og paramót Hótels Akureyrar og Lostætis, Herramót RUB23 og Heimsferða sem hóf göngu sína í fyrra sumar með miklum ágætum, AM-AM verður svo í september. Svo má geta þess að við verðum með eitt mót í Arionmótaröð unglinga í júní og í júlí verða hér 2 LEK viðmiðunarmót.

Firmakeppnin og Bændaglíman eru á sínum stað. Hugmyndir eru uppi um það að ljúka vertíðinni á Bændaglímunni í lok september og vera með haustfagnað kylfinga - uppskeruhátíð/vertíðarlok.

Arctic Open verður spilað með öðru fyrirkomulagi en verið hefur þ.e.a.s. ræst verður út frá öllum teigum samtímis annarsvegar um kl. 16.00 og hins vegar eftir kl. 21.00. Menn halda sömu hollum báða dagana.

Meistaramótið 2011 verður með örlítið öðru sniði en hefur verið undanfarin ár. Núna fá keppendur ekki að skrá sig sjálfir á teig heldur skrá þeir sig í mótið, fá síðan rástíma og keppa alla dagana með sínum forgjafaflokki. 

Keppnisskilmálar Meistaramóts haldið dagana 13.-16. júlí

Rétt til þátttöku í Meistarmóti GA hafa allir fullgildir meðlimir hans. 

Meistaramótið 2011 verður með örlítið öðru sniði en hefur verið undanfarin ár. Núna fá keppendur ekki að skrá sig sjálfir á teig heldur skrá þeir sig í mótið, fá síðan rástíma og keppa alla dagana með sínum forgjafaflokki. 

Keppt skal í eftirtöldum flokkum:

 1. Meistaraflokki karla                (forgjöf 5,4 og lægri)
 2. Meistarflokki kvenna              (forgjöf 14.5 og lægri)
 3. 1. flokki karla                            (forgjöf 5,5-12,5)
 4. 1. flokki kvenna                       (forgjöf 14,6-26,4)
 5. 2. flokki karla                            (forgjöf 12,6-18,0)
 6. 2. flokki kvenna                       (forgjöf 26,5-36)
 7. 3. flokki karla                            (forgjöf 18,1-24,5)
 8. 4. flokki karla                            (forgjöf 24,6-36)
 9. 50-64 ára konur          
 10. 65 ára og eldri konur
 11. 55-69 ára karlar
 12. 70 ára og eldri karlar
 13. Drengir 14 ára og yngri             (forgjöf 25 og neðar)
 

Aldur miðast við almanaksár.

 Meistaraflokkur karla leikur á hvítum teigum.

Meistaraflokkur kvenna og 4. flokkur karla leika á bláum teigum.

Karlar 70 ára og eldri, 1. og 2. flokkur kvenna, öldungaflokkur kvenna, Drengir 14 ára og yngri 54 holur rauður teigur. 

Í öllum flokkum skal leika 72 holu höggleik án forgjafar, nema öldungaflokkum karla og kvenna og unglingaflokki drengja, þar eru leiknar 54 holur.

 

Sigurvegarar í meistaraflokkum kvenna og karla hljóta titilinn Akureyrarmeistari í golfi. Sigurvegarar í öðrum flokkum hljóta meistaratitil viðkomandi flokks.

 

Verði keppendur jafnir í verðlaunasætum skulu þeir leika 3. holu umspil 1, 4 og 9 holu. Verði þeir þá enn jafnir skulu þeir leika bráðabana á 18. holu.