Fréttir frá Jaðri

Ágætu GA félagar.

Næstkomandi þriðjudag, 17. maí ætlum við að vera með vinnudag þar sem tekið verður til hendinni á golfvellinum og gert klárt fyrir vorið.  Hefst vinnudagurinn kl. 17:00 og hvetjum við GA félaga til að mæta og taka til hendinni á vellinum okkar.

Miðvikudaginn 18. maí munum við svo opna fyrir vetrargolf inn á 10 brautir í kringum hádegi.

Staðan á vellinum núna er mjög góð, hann hefur sjaldan verið svona þurr á þessum árstíma og flatirnar eru á mikilli hraðferð í rétta átt og því góð ástæða til bjartsýni fyrir komandi sumar :)

Veður spáin er frábær fyrir næstu daga ef undanskilinn er næstkomandi mánudagur, annar er bara sól og blíða og hiti í lofti.

Nú hafa Steindór og félagar á vellinum, yfirsáð og sandað allar flatir vallarins.  Einnig var borið vel á þær og svo dúkur settur yfir og svo er bara að vökva reglulega og þá gerist mikið undir dúknum.

Hlökkum til að sjá ykkur á þriðjudaginn!