Fréttir af vallarframkvæmdum

Brautir 2 og 3 opnar um helgina. 2. og 3. braut á Jaðarsvelli verða opnar um helgina, en þær hafa verið lokaðar alla þessa viku vegna framkvæmda. Verkið er langt komið, en þó eru enn ýmis svæði ótyrfð, einkum tjarnarbakkinn og manirnar austan brautar. Öll eru þessi svæði "grund í aðgerð", sem og öll nýtyrfð svæði. Kylfingum ber undantekningalaust að taka lausn frá þeim.

Framkvæmdirnar hafa gengið vel. Reiknað er með að vinnu við 2. og 3. braut ljúki í næstu í viku. Að auki hefur verið lokið við grófmótun nýrra teiga á 4. braut, en þeir eru skammt aftan 1. flatar. Verið er að leggja lokahönd á grófmótun lands á og við fyrirhugaða nýja flöt á 1. braut. Lokið hefur verið við gerð nýrra teiga á 8. og 9. braut og er annar af tveimur nýjum teigum á 2. braut nú tilbúinn til tyrfingar.

Eins og verið hefur undanfarna daga er hægt að skoða myndir af framkvæmdum á ljósmyndavef Edwins. Tengillinn er http://www.flickr.com/photos/28589123@N03/