Fréttir af trackman

Um helgina lentum við í smá óhappi með trackman 4 græjuna okkar sem varð til þess að hún bilaði og þurftum við að senda hana til Danmerkur í viðgerð. Við búum hins vegar gríðarlega vel að eiga góða vini og fengum við lánaða græju frá GKG sem er kominn í gang hjá okkur. 

Því er nú opið fyrir skráningar í báða hermana okkar og ekki seinna vænna en að fara að æfa sveifluna fyrir sumarið. Það eru lausir tímar og hægt að bóka hér. 

Einnig er hægt að hafa samband á skrifstofa@gagolf.is eða í síma 462-3846 fyrir bókanir.

Kveðja frá starfsfólki GA.