Fréttir af haustverkum á Jaðarsvelli

Haustverkin komin vel á veg

Búið er að gata og sanda flatir síðustu vikur og er það gert til að lofta um jarðveginn. Flatir eru og verða slegnar áfram fer eftir veðurfari. Búið er að hækka slátt töluvert fyrir veturinn.

Í dag verður byrjað á að dressa brautir og teiga með moltu blönduðum sandi. Verður þetta borið á á næstu tveim vikum. Þessi framkvæmd mun ekki hafa teljandi áhrif á spil.

Af framkvæmdum er það að frétta að búið er að þökuleggja nýja 11. teiga og er næsta verk að leggja nýjan stíg að og frá 11. teigum. Þegar svo líður á haustið verður byrjað á framkvæmd nýrrar 10. flatar.