Framkvæmdum að verða lokið í Golfhöllinni

Hluti sjálfboðaliða sem komið hafa að framkvæmdum
Hluti sjálfboðaliða sem komið hafa að framkvæmdum

Golfhöllin, nú fer að sjá fyrir endan á framkvæmdum 

Það hefur mikið verið unnið í inniaðstöðu okkar núna í haust og fram til dagsins í dag og sér nú fyrir endann á þeim endurbótum sem farið var í.

Það sem gert hefur verið er að sett var upp skrifstofa fyrir framkvæmdastjóra og kennara, rými fyrir golfherma/Trackman hafa verið innrétturð, seturstofa öll gerð upp, parket slípað og lakkað og rýmið allt málað. Unnið er því núna að setja upp golfhermi og klára rými þar sem Trackman verður settur upp. 

Heiðurinn af þessum verkum öllum eiga hópur sjálfboðaliða sem hafa unnið þarna ötullega og verður þeim seint þakkað öll þessi vinna.

Það fer að sjá fyrir endann á þessari vinnu og verður þá opnað formlega með pompi og prakt. Verður það auglýst sérstaklega.

Öllum þeim sjálfboðaliðum sem komið hafa að þessu verki verður seint þakkað.

Æfingaaðstaðan sjálf er opin.

Viljum við benda á sérstakan link hér á forsíðu þar sem allar upplýsingar um inniaðstöðuna er að finna, opnunartíma, verð og upplýsingar um golfhermi.

Afnot af inniaðstöðu er opin öllum félögum í Golfklúbbi Akureyrar þeim að kostnaðarlausu.