Framkvæmdir við 12. og 17.flöt

Framkvæmdir hafnar við nýja flöt á 17. braut. 

Nú eftir helgina var hafist handa við framkvæmdir við nýja flöt á 17. braut og verður hún staðsett örlítið vestar - þ.e. vinstra megin við núverandi flöt þegar brautin er leikin. Sjá meðf. mynd

Einnig eru hafnar framkvæmdir við 12. flöt og verður hún á sama stað og núverandi flöt og er því búið að gera flöt neðan við brekkuna við trjálundinn til bráðabyggða á meðan á framkvæmdum stendur.

Eru þá hafnar framkvæmdir á öllum þeim flötum sem byrjað verður á að endurnýja nú í haust.